Síðasta skiptið sem ég spilaði Acheton var þegar ég var 9 ára. Einn vinur minn sem er algjör snillingur, Thomas Alexander Rodrigo Garcia-Quismondo Allen hafði uppfært BBC Microcomputer Model B ("beeb") upp í Archimedes A3000 að ég held. Fyrst að 5 ¼ Tommu diskettu drifið virkaði ekki lengur þá þurfti hann að skilja við upprunalega Acheton eintakið sitt.
Acheton (borið fram Ack-er-ton) er uppáhalds textabyggði ævintýra leikurinn minn fyrr og síðar. Ævintýrið byrjar í skóg nálægt yfirgefnu sveitabýli, og eftir að hafa skoðað yfirgefnar námur, þá detturu niður einskonar stokk. Er þú skoðar stokkinn, þá sérðu fyrstu stóru vegamótin í Acheton:SLAB HERBERGIÐ. Leikskjárinn er þróaðari en leikir eins og ADVENTURE. Til dæmis, herbergið sem þú ert í er skráð ofarlega á skjánum. Slab herbergið inniheldur stein sem er með áletrunina – ABANDON ALL HOPE, YE WHO ENTER HERE, eða á íslensku MISSIÐ ALLA VON ÞEIR SEM FARA HÉR – illsvitandi aðvörun fyrir jafnvel hina reyndu texta-byggðu ævintýra menn. Tengirásin er mjög takmörkuð en ekki bara tvö orð.
Til dæmis þú getur skrifað :
GET AXE AND BOTTLE
GET BOTTLE
eða
GET ALL
Í staðinn fyrir GET þú getur skrifað PICK UP eða CARRY, líka. Til að sjá alla hlutina skrifaðu þá INV (inventory), skrifaðu LOOK til að líta í kringum þig.
Þú getur fengið vísbendingar með því að skrifa HELP. Vísbendingarnar eru hinsvegar takmarkaðar svo þú nýtur pússlins ef þú villt. Það eru fyrir 120 vísbendingar, það gefur þér hugmynd hvað þú þarft að leysa mörg púsl. Þú getur dáið í leiknum. Fyrsta og augljósasta leiðin er að taka upp kápuna í Cloakherberginu og þá koma merðir og borða þig.
Ég fýla Acheton og lýsingarnar eru bestar stuttar og að málinu, en notaðu sjón,heyrnar og hreyfi orð til þess að láta ímyndunaraflið í gang. Þetta er mjög lýsandi og frumlegur leikur, andrúmslofts mikill og áhugaverður.