Zork II er framhaldið af þekkta textabyggða leiknum Zork I. Leikurinn byrjar strax þar sem þú hættir í síðasta leik, í leit þinni af “neðanjarða heimsveldinu, fjarsjóðum og líka það að lifa af.” Eins og í síðasta leik er Zork II er með litla sögu og og litla forsögu.
Alveg eins og síðasti leikurinn, þá er Zork II textabyggður leikur, hann inniheldur skipanir til þess að hreyfa sig og gera aðgerðir. Sumar skipanir innihalda : Look, Take, Get, Kill, o..s.frv. Leikurinn getur orðið pirrandi ef eitthvað er ekki tekið eða gert, og þegar maður er kominn lengra í leiknum þá getur maður orðið fastur. Þetta er galli sem fylgir Zork leikjunum.
Eins og Zork I, þá virkar þessu leikur fullkomlega á Windows XP stýrikerfinu. Klikkaðu bara á ZorkII Batch skránna og leikurinn mun hefjast.
Í Zork II eru þrautirnar mjög erfiðar. Aðal vandamálið er að það eru engar vísbendingar til að segja þér hvernig á að klára þrautirnar. Þetta getur stundum orsakað dauða og þá þarftu að endurhefja leikinn og þú færð ekki nokkra hluti.
Ef þú hafðir gaman af Zork I, eða villt spila erfiðan textabyggðan leik, þá muntu elska Zork II: The Wizard of Frobozz. En þessi leikur er ekki góður fyrir óþolinmótt fólk.