Aðeins ári eftir að fyrsti King's Quest leikurinn kom, var framhaldið selt í búðum um allan heim. Sagan af Graham heldur hér áfram, en hann hefur klárað verkefnið sem Edward Konungur heitinn setti honum, og Graham hefur verið krýndur konungur yfir Daventry. Þrátt fyrir það, vantar einn hlut... eiginkonu til að deila lífi sínu með. Graham Konungur hefur leitað alls staðar að hinni fullkomnu brúði, en hingað til hefur hann ekki fundið sína sönnu ást.
Þangað til einn örlagaríkan dag, þegar töfraspegill hans segir honum frá dömu sem er föst í annarri vídd. Graham Konungur verður ástfanginn af henni samstundis, og skiptir kórónu sinni út fyrir gamla ævintýra-hattinn sinn. Það er kominn tími fyrir nýtt krefjandi ævintýri. Enn einu sinni þarf Graham að ferðast um landið í leit að munum eða fólki sem gætu hjálpað honum í för sinni. Hann þarf að finna þrjá steina til að opna töfradyr, og frelsa verðandi brúði sína.
Leikurinn lítur út og líkist mjög fyrsta leiknum, en það er mismunur. Til dæmis skilur framhaldið fleiri skipanir en KQ1.