Jafnvel þó að Sierra hafi gert Gold Rush árið 1988 er hann enn klassík sem ég vildi að þeir myndu gera framhald af. Sagan er fersk og áhugaverð og virðist eins og Monkey Island í Gamla vestrinu eða jafnvel eldri útgáfa af nýrri vestraleik frá Sierra, Freddy Pharkas.
Sagan fylgir vanævintýrum borgarslepju að nafni Jerrod Wilson. Hann er blaðamaður hjá Brooklyn dagblaði, og aðal markmið hans í lífinu er að fara til Kaliforníu og finna löngu týndan bróður sinn, sem var ásakaður um glæp sem hann framdi ekki. Jerrod vonast líka eftir því að finna gull, verða ríkur, og setjast að með konu drauma sinna. Það er þitt verk að hjálpa Jerrod að ná markmiðum sínum. Hann mun koma að mörgum hættum í Gamla vestrinu, þannig að haltu þig á tánum til að vernda hann frá hættu. Leikurinn inniheldur þrjár mismundandi leiðir, en þú þarft að finna þær sjálf(ur) þar sem ég vil ekki skemma leikinn fyrir þér.
Spilunin er sú sama og í öllum ævintýraleikjum Sierra í gegnum tíðina. Til dæmis Space Quest, The Colonels Bequest, og Quest for Glory. Notaðu örvalyklana til að hreyfa persónuna; skrifaðu 'get' (taka) til að taka, 'look' (horfa) til að horfa í kringum þig, o.s.frv. notaðu svo TAB til að skoða hlutina sem þú ert með. En farðu varlega, vegna þess að eins og í mörgum Sierra leikjum er hægt að deyja á marga vegu. Ég mæli með að vista áður en þú gerir eitthvað, svo þú fáir að sjá allar drepfyndnu dauðasenurnar. Þær eru alveg þess virði að sjá.
Ég mæli sterklega með þessum leik fyrir þá sem finnast Sierra leikir eða einhver af gömlu ævintýraleikjunum skemmtilegir.