King's Quest 3 er eini leikurinn í King's Quest seríunni sem tengist Graham og fjölskyldu hans ekkert. Þess í stað leikur þú dreng sem heitir Gwydion, sem var rænt sem barni af hinum illa seiðkalli Manannan. Ég þarf nú ekki að nefna það, þú ert þræll hans og þarft að sleppa... og það hratt! Manannan átti tvo þræla á undan þér, og báðir voru drepnir þegar þeir urðu 18. Giskaðu á hversu gamall þú ert að verða.
Þú verður að leita út um allt hús til þess að komast að hlutum sem munu hjálpa þér að komast frá seiðkarllinum. Þetta gæti hljómað auðvelt, en trúðu mér... það er það EKKI! King's Quest 3 er líklegast sá erfiðasti í allri seríunni. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér í þessum leik, og það getur verið svolítið pirrandi.
Leikurinn hefur sínar björtu hliðar; til dæmis er grafíkin miklu betri en í fyrri tvemur leikjunum. Það er ennþá notaðir jafn margir litir, en hönnuðirnir hafa lært að nota þá öðruvísi.
Áhugaverður punktur: King's Quest 3 var eini leikurinn í seríunni þar sem kort kom með... en aðdáendur mótmæltu því, sögðu að leikurinn væri gerður of auðveldur! (Mundu það þegar þú festist í leiknum :p )