Alexander Prins er ennþá ofsóttur af minningum sínum um hina yndislegu Prinsessu af Green Isles (KQ5), og þegar töfraspegillinn sýnir honum örlög hennar... Alexander Prins fer og reynir að finna hana strax, með aðeins stjörnur til að fylgja. Tíminn líður, og loks hafa Alexander og áhöfn hans siglt lengra en öll kort mæla, en Alexander neitar að gefa upp vonina. Þegar hann horfir á stjörnurnar, veit hann að hann er nálægt, og brátt uppgötva þau land við sjóndeildarhring. Fullur af von siglir hann skipinu inn í flóa, en veit ekki hversu svikult vatnið er... Skipið strandar á klettum og Alexander skolast upp á nálæga strönd. Aumingja áhöfn hans er hvergi nærri. Hann er nú fastur aleinn í ókunnu landi, berst við ótrúleg öfl til að finna ástina sem hann hefur beðið eftir svo lengi.
Leikurinn kynnir nýjan þátt í seríunni, þrívíðar teikningar. Enn og aftur hefur þeim tekist að gera Kings Quest fallegasta quest leikinn. Leikurinn er ómótstæðilegur! Ég frem jafnvel sjálfsmorð bara til þess að sjá grafíkina í helvíti eða sjá hvernig maður deyr. Þetta er hinn besti ævintýraleikur!