Þökk sé Rosellu, er Graham Konungur orðinn hraustur og sterkur á ný. Hann getur aftur gert það sem hann elskar... að fara í göngutúr. Meðan hann er úti einn fallegan sumardag, kemur illur galdrakall að nafni Mordack og flytur Daventry Kastalann (með afgangnum af hinni konunglegu fjölskyldu) til staðar langt í burtu. Graham verður enn og aftur að fara í för fyrir land sitt, en í þetta sinn er hann ekki einn. Hann fær hjálp frá góða galdrakallinum Cristpin og göldróttu, talandi ugglunni hans, Cedric. Sá síðastnefndi ferðast með Graham í gegnum leikinn (jafnvel þó hann muni ekki setja sig í hættu).
Munurinn á þessum leik og hinum fyrri er ólýsanlegur! Orð geta bara ekki lýst muninum á þessum og KQ4! Kíktu bara á myndirnar frá báðum leikjunum, þú munt sjá hvernig þessi leikur fékk sín fimm stig! Tónlistin er einnig bætt til muna, og í fyrsta sinn í seríunni er músin með öll völdin! Þú getur auðveldlega skipt á milli skipanna með því að ýta á hægri músarhnappinn. Þú verður bara að prófa þennan til að trúa þessum frábæra mun á þessum og hinum eldri leikjum.
Ég þarf ekki að segja neitt fleira. Kíktu á myndirnar, náðu í leikinn, og spilaðu hann aftur og aftur og aftur og aftur!