Dear Abandonia visitors: Help us keep Abandonia free with a small donation. Abandonia is like an old gaming arcade with only original games. Abandonia helps you have fun four hours and years. If Abandonia is useful to you, please help us forget fundraising and get back to Abandonia.


When Abandonia was founded it was to collect and present all old games where the copyright protection had been abandoned, hence the term ’abandonware’ and the site name Abandonia.com. We are still keeping the site open and free and will appreciate your support to help it stay that way.

‐ Thank you from the Abandonia Team

We are trying to make it easy for people in every country to donate. Please let us know how we could make it easier for you.

Please give whatever you can to help us.

Amount: Currancy:

or
select language!
Icelandic
password:
not a member yet? register here! forgot your password? reset here!

Download Arkanoid

Arkanoid
 
Producer:
Publisher:
Year:
Keywords:
Size:
81 kb
Compability:

 

Download




Arkanoid er mjög gamall leikur en algjör klassík. Enn þann dag í dag veit fólk út á hvað leikurinn gengur: rústa öllum kubbunum. Þessi einfalda hugmynd er rauði þráðurinn í mörgum af þeim leikjum sem hafa verið framleiddir. Það hafa ekki bara komið klónar af þessum leik heldur eru margir vinsælir leikir eins og Unreal og Quake byggðir á þessari sömu grunnhugmynd: eyða öllum óvinum og halda svo áfram yfir í næsta borð.

Leikurinn hefur söguþráð og þegar þú kemst að seinasta borðinu berstu við “endakall” sem þú verður að drepa. En sgan sem slík er ekki mikilvæg fyrir leikinn. Í gegn um allan leikinn þarftu bara að gera sama hlutinn, rústa öllum kubbum sem þú sérð og passa að kúlan fari ekki af skjánum. En hver þarf svosem sögu í svona leik?

Í flestum þrautaleikjum er grafíkin alls ekkert svo mikilvæg, en hvernig hún var unnin í Arkanoid er athugunarvert. Öll borð eru mjög litrík og hafa sinn eigin stíl. Það eru litlar geimverur sem þú færð stig fyrir að hitta og eru þær mismunandi í öllum borðunum. Það eru svona smáatriði sem sanna að Taito framleiddu pottþéttann leik.

En það sem er mikilvægast við leikin er það hversu mikil snilld hann er í spilun! Það er mjög auðvelt að læra á hann í ljósi þess að það eina sem þú þarft að gera er að passa að boltinn lendi á battanum þínum þannig að hann skoppi aftur upp. En þegar þú ert orðinn fær þá geturðu farið að prófa nýjar og nýjar aðferðir til þess að ná fullkominni stjórn á boltanum, sem er í raun allt sem þú þarft til að klára leikinn. Það eru líka hinir ýmsustu aukahlutir sem þú getur náð í (sjá ‘Extras’) sem auðvelda þér að lifa af. Þetta sér til þess að spilunin helst stöðugt fersk og gerir þetta að hinum fullkomna leik til þess að stytta sér stundirnar í skólahléum.

Annar snilldar hlutur við leikinn er hönnunin á borðunum. Fyrsta borðið er algjör klassík, eitthvað sem flestir ættu að kannast við um leið og þeir sjá það. En eftir það breytast borðin algjörlega og mynda kubbarnir oft áhugaverð form.

Arkanoid hljómar kannski eins og snilldar leikur enn sem komið er, en áður en ég kem að niðurstöðunni verð ég að minnast á tvo hluti sem eru pirrandi. Fyrst og fremst er leikurinn mjög erfiður, sem er frekar slæmt þar sem þú getur ekki vistað í leiknum. Þú færð þrjá batta í byrjuninni og eftir að þú missir þá alla þarftu að byrja upp á nýtt. Fyrir flesta spilara getur þetta orðið of erfitt og þeir verða pirraðir af því að það er nær ómögulegt að komast að endanum á leiknum.

Annar veikur punktur í leiknum er þriðja borð. Það er allt of erfitt til að koma svona snemma í leiknum. Oftast nær maður að þriðja borði með alla battana sína, bara til að missa þá alla þar. Þeir hefðu átt að setja þetta borð í endann á leiknum af því að það er þar sem það á heima, í ljósi þess að þetta er mjög erfitt borð sem hæfir aðeins reyndari Arkanoid spilurum.

Þú hefur örugglega séð að ég gaf leiknum 4 af 5, og það er út af þessum veiku blettum. Ef þeir hefðu haft ‘venjulegt’ þriðja borð þá hefði leikur fengið 5 af því að afgangurinn af leiknum er frábær.

ATH: Notið DOSBox með lágum CPU cycles til að spila leikinn, annars verður hann of hraður.


advertisment

Reviewed by: wormpaul / Screenshots by: wormpaul / Uploaded by: wormpaul / Translated by: gorkur / share on facebook
 

User Reviews

If you like this game, you will also like

 
genre:
Borðspil
theme:
perspective:
Ninja Casino Games


Your Ad Here