Loom var byrjunin á ævintýraleikjasprengjunni frá LucasArts á tíunda áratugnum. Það er ljóst að leikir eins og Indiana Jones and the Fate of Atlantis eða Monkey Island serían, þróuðust hægt frá „fingraförum“ Loom. Það sem er athyglisvert við þennan leik er það að ólíkt öðrum venjulegum ævintýraleikjum, þá er þessi ekki með aðgerðakerfi, eða kerfi til að taka upp og geyma hluti („inventory“). Það eina sem þú þarft að nota í gegnum leikinn, eru galdrar, og þeir eru framkvæmdir á hljóðfæri sem þú ert með. Þetta hljómar kannski einfalt, en leikurinn er vandlega hannaður til að bjóða upp á áskoranir sem eru ekkert auðveldari en í öðrum ævintýraleikjum. Andrúmsloftið í gegnum leikinn er mjög dulið og hræðandi, og það gefur leiknum sérstaka „tilfinningu“. Sagan er svolítið skrýtin og ég mun ekki segja frá neinu, þar sem þú uppgötvar söguþráðinn sjálfan á meðan þú spilar leikinn. Ef þú ert aðdáandi LucasArts, þá ættirðu svo sannarlega ekki að missa af þessum.