Eye of the Beholder er einn af mínum uppáhalds leikjum. Þetta er real-time 3D dýflissu-ærsl af bestu gerð. Þú leikur hóp 4 leikmanna sem þurfa að fara í gegnum ræsin í borginni þinni og uppræta illskuna sem hefur sýkt þau.
Grafíkin í þessum leik er frábær, frá andlitum hópsins til sverðanna, mixtúrna og töfrahluta. Skrímslin eru einnig mjög vel gerð og það eru mörg af þeim! Það er slatti af hlutum sem sitja og bíða eftir að þið takið þá upp. Westwood var þekkt fyrir að gera hreint út sagt töfrandi intros, og þetta veldur alls ekki vonbriðgum. Introið útskýrir söguna að þeim punkti og svo byrjar þú...
Að búa til persónu er auðvelt og augljóst. Þú getur valið úr lista af kynþáttum og týpum, og svo snúið stjörnunum þangað til þú ert ánægð/ur.
Bardagarnir í leiknum eru auðveldir, þú þarft að hægrismella á vopnið og það verður notað. Þrátt fyrir að þú getir bara teygt sverðið þannig að þú ræðst fyrir framan þig með fremstu persónunni, verða þeir aftari að nota skotvopn eða galdra. Galdrar eru notaðir með því að leggja á minnið þulur á meðan þú hvílist, og þannig getur þú valið galdur af lista.
Hljóðin eru ásækin og passa vel við umhverfið. Þú heyrir í beinagrindum að hrista hlekkina sína þegar þær hreyfast, og trúðu mér, það kemur manni úr jafnvægi.
Semsagt, þessi leikur er vel virði tíma hvers RPG aðdáanda. Þarna er skemmtun, brenglaðar taugar og kort að gera..