Annar partur af þrílógíunni er að mínu mati sá besti!
Leikurinn lætur þig í för til að rannsaka hofið af Darkmoon. Undarlegir hlutir gerast þar, og fyrsti njósnarinn sem var
sendur hefur ekki látið heyra í sér síðan. Svo þú ferð og vertu tilbúinn fyrir gríðarstórt ævintýri! Hættu þér í gegnum
grafhvelfingar, slátraðu hinum illu Clerics, leitaðu af Beholders-unum (annars væri nafnið frekar kjánalegt) og að lokum,
stattu andspænis æðsta presti í hofinu!
Ég elskaði þennan leik strax og ég fékk hann. Grafíkin var frábær fyrir sinn tíma (og er enn) og ég man ennþá hvernig ég
brást við þegar það var ráðist á mig að aftan. Leikurinn er frekar auðveldur til að byrja með, en verður erfiðari fljótlega.
Hljóðið er frekar lélegt, en tónlistin er þokkaleg.
Ef þú ert hrifin/n af RPG leikjum þar sem þú leikur hóp, og gerist á rauntíma, þá er þessi leikur án efa gott val!
Part of the Eye of the Beholder Trilogy
Part of the Dungeons & Dragons games Series