Í Ugh! ertu einfaldlega í hlutverki fornsögulegs leigubílstjóra. Þú ert með lítið farartæki sem virkar nokkurn vegin eins og þyrla. Þú átt að flytja fólk á milli ýmissa staða og stöðva, og gæta þess að skemma ekki farartækið þitt og vara þig á alls konar pirrandi verum sem gera starf þitt erfiðara. Þú getur líka tekið upp steina, og varpað þeim á tré fyrir auka tíma, eða taka burtu verurnar í smástund. Leikurinn sjálfur er með mjög jákvætt „andrúmsloft“ og vinalegt viðhorf, og ættu því litlir krakkar líka spilað hann. Í hvert skipti sem þú klárar borð, þá færðu leynikóða sem þú getur seinna notað til þess að þurfa ekki að byrja aftur frá byrjun. Annað sem þessi leikur býður upp á, er það að tveir geta spilað í einu, sem er mjög skemmtilegt. Jafnvel þó að hugmyndin sé einföld, getur leikurinn haldið þér uppteknum klukkustundum saman, þar sem verkefnin eru nokkuð mismunandi. Hljóðbrellur eru mjög rólegar og róandi, þannig að ég hef engin mótmæli þar. Eini gallinn sem ég fann á leiknum, er að það er ómögulegt að klára eitt borð, þess vegna gef ég honum 4/5 í einkunn!