Jæja, hérna hafiði það, elsti leikurinn í safninu mínu, og mig minnir að hann sé alfyrsti leikurinn sem ég spilaði á ævinni :) Leikurinn er mjög einfaldur. Þú stýrir ketti í húsasundi og markmiðið er að forðast hunda og ýmsa hluti sem fólk kastar út um gluggana. Einnig, til að fá aukastig, þarftu að stökkva inn í íbúðir fólks og framkvæma ýmis verkefni, svo sem að veiða fugla eða mýs. Grafíkin eru CGA, sem segir svolítið, en ef maður skoðar hvenær leikurinn var gefin út þá var þetta háþróaðasta grafík platformið á þessum tíma :)