Dear Abandonia visitors: Help us keep Abandonia free with a small donation. Abandonia is like an old gaming arcade with only original games. Abandonia helps you have fun four hours and years. If Abandonia is useful to you, please help us forget fundraising and get back to Abandonia.


When Abandonia was founded it was to collect and present all old games where the copyright protection had been abandoned, hence the term ’abandonware’ and the site name Abandonia.com. We are still keeping the site open and free and will appreciate your support to help it stay that way.

‐ Thank you from the Abandonia Team

We are trying to make it easy for people in every country to donate. Please let us know how we could make it easier for you.

Please give whatever you can to help us.

Amount: Currancy:

or
select language!
Icelandic
password:
not a member yet? register here! forgot your password? reset here!

Download Star Trek - The Promethean Prophecy

Star Trek - The Promethean Prophecy
 
Producer:
Publisher:
Year:
Keywords:
Size:
342 kb
Compability:

 

Download




Star Trek byrjaði í sjónvarpi árið 1966 en endaði byrjunar sprettinn þremur árum síðar. Þetta var samt langt því frá að vera endirinn, hvorki fyrir þættina né heldur leikina sem áttu eftir að fylgja. Einhverntíma snemma á áttunda áratugnum var fyrsti óháði leikurinn gerður fyrir þær tölvur sem voru í gangi þá, og var þetta aðeins fyrsti leikurinn af mörgum byggðum á sjónvarpsþáttunum. Það var svo árið 1986 sem Simon & Schuster gáfu út sinn fyrsta Star Trek leik, sem var gangvirkt ævintýri sem margir telja hið besta í þeim flokki. Í “Star Trek: The Promethean Prophecy” spilar þú kapteininn á geimskipinu Enterprise. Í byrjun leiksins ertu að skoða ókortlagt svæði í geimnum þegar óþekkt vera ræðst á þig allt í einu. Um leið og bardaginn er liðinn hjá þarftu að skella saman liði, sem samanstendur af þér, Spock, Dr. McCoy, og vísindamanninn Lt. Dimas og halda til plánetunnar Prometheus Fjögur til að leita að nýjum matvælum fyrir áhöfnina á skemmdu skipi þínu. En þú átt eftir að komast að því að þú ert ekki einn í heiminum.

Þeir sem þekkja leiki eins og Zork eiga ekki eftir að lenda í erfiðleikum með að byrja á þessum leik. Stjórnkerfið er aðgengilegt og þægilegt og er skipt í tvö svæði, efra fyrir textann sem þú lest og neðra þar sem þú skrifa skipanir. Túlkurinn í leiknum virkar vel og leyfir þér að skrifa á venjulegri ensku eins og “Spock, pick up the phaser” eða “Kiss Uhura”. Mér fannst sagan og fléttan vel skrifuð og þrátt fyrir að það sé engin grafík þá dregst maður vel inn í söguna. Aðdáendur þáttana eiga eftir að vera ánægðir með það að skipsfélagar þínir eru fullkomlega samkvæmir sjálfum sér, allt frá lógíkinni í þínum fyrsta undirmanni að kaldhæðnislegum skotum sem Dr. McCoy beinir að honum. Simon & Schuster gáfu svo ári seinna út framhald af leiknum sem þeir kölluðu “The Kobayashi Alternative” en þrátt fyrir að þar sé mjög góður leikur á ferð fannst mér Promethean Prophecy skemmtilegri.

Leiknum, sem var gefinn út á einum 5,25” disk, fylgdi svo skemmtileg bók sem kom þér af stað í ævintýrinu ásamt því að gefa þér upplýsingar um hvernig spilunin fer fram, og er leikurinn allt í allt þrælgóður pakki miðað við tímann sem hann kom út á. Leikurinn var líka gefinn út á Apple II, Atari og Commodore tölvurnar. Athugið að ég gat ekki gert fullkomna eftirmynd af disknum út af einhverskonar afritunarvörn sem gerði það að verkum að DOS gat ekki lesið hluta af leiknum. Eintakinu hjá okkur hefur verið breytt þannig að það keyrist upp hvaðan sem er, en lestu meðfylgjandi gögn til að fá mikilvægar leiðbeiningar.

Ef þú hefur gaman af textabyggðum leikjum eða ert bara Star Trek aðdáandi þá mæli ég hiklaust með þessum leik. Ein aðvörum samt, margar þrautir í leiknum eru tímafrekar og getur maður verið lengi að fatta þær. Persónulega finnst mér það gera leikinn betri en fyrir óþolinmóðari skipstjóra gæti verið freistandi að leita að lausnum á Google, sem drepur auðvitað mikið af skemmtanagildi leiksins niður, þannig að endilega reyna sjálf(ur). Svo geturðu líka spurt Spock ef þú ert óviss með næsta skref. Njóttu vel!

"Space, the final frontier. These are the lost voyages of the Starship Enterprise..."


advertisment

Reviewed by: Guybrush / Screenshots by: Guybrush / Uploaded by: Guybrush / Translated by: gorkur / share on facebook
 

User Reviews

If you like this game, you will also like

 
genre:
Borðspil
theme:
perspective:
Ninja Casino Games


Your Ad Here