Ef þú hefur spilað Police Quest 1, þá veistu hversu erfitt það var að koma Jesse Bains á bakvið lás og slá. Bænum var bjargað af Death Angel hættunni, en friðurinn mun ekki endast… Jesse hefur brotist út með gísl og lista yfir fólk sem hann vill feigt! Þar sem það varst nú þú sem komst honum á bak við lás og slá, er það þitt að ná honum aftur og koma vitinu fyrir hann.
Leikurinn er mun betri en fyrri leikurinn, bæði varðandi grafík og hljóð. Það eina sem mér líkaði ekki var að aka... eða í rauninni, að aka ekki. Í fyrsta leiknum gastu ekið bílnum sjálfur, en í þessum leik gerist það sjálfkrafa. Svo þú missir möguleikann á að rúnta um... Eitt sem mér líkar hinsvegar mjög vel við, er staðreyndin að þú þarft ekki að láta athuga bílinn áður en þú yfirgefur stöðina. Það er stór plús, það eykur leikstjórnun til muna. Annar plús er möguleikinn á að nota músina til að hreyfast.
Með öðrum orðum... PQ2 er frábært framhald af fyrsta leiknum, og þú verður að prófa þennan ef þú fílaðir fyrri!