Pizza Tycoon er einn af þessum leikjum sem flykktist í búðir eftir frábæra velgengni Transport Tycoon. Þessi er ekki jafn vel þekktur og stóri bróðir (eða jafn góður), en þetta er skemmtilegur lítill leikur til að spila annað slagið.
Þú byrjar með draum um að verða pizzugerðarmaður sem selur best af öllum í heiminum, og vinnur smám saman að því með því að vinna pizza-keppnir, finna upp á nýjum pizzum, byggja svalasta veitingahúsið, og að sjálfsögðu, með því að sprengja upp andstæðinginn! Þessi leikkur hefur tvær hliðar; önnur er hinn vinalegi og uppfinningasami pizzagerðarmaður... Hin er óheillvænlegur og kaldrifjaður Mafíósi! Í endann ræðuru ekki bara yfir pizza-markaðnum, heldur einnig yfir undirheimunum!
Ferlið til að búa til nýjar uppskriptir er byggt á alvöru pizzu-gerð, og mér finnst erfitt að spila þennan leik án þess að langa í pizzu eftirá. Að byggja nýtt veitingahús er líka mjög skemmtilegt, þar sem það leyfir þér að nota sköpunargáfuna til að gera hvert smáatriði. Mundu að byggja veitingahús sem fólki mun líka vel við. Pizza Tycoon er einn af þessum sjaldgæfu leikjum þar sem fegurð er nauðsynleg í því sem þú gerir.
Grafíkin í leiknum er ákaflega velg erð, frá kortum af borginni go heiminum, til smáatriða á pizzunni og blómin á veitingastaðnum.
Microprose hefur tekist að skapa leik sem er skemmtilegur, hugvitssamur og nýr. Pizzur verða aldrei þær sömu!