Mortal Kombat er einn af bestu einn á móti einum bardagaleikjunum sem hafa verið gerðir. Athyglisverðasta við leikina er að það eru leikarar sem leika kallana í leiknum þeir eru ekki teiknaðir frá grunni. Mortal Kombat leit svo miklu betur út en aðrir leikir á þessum tíma. Samt í 320*200 Pixlum og aðeins 256 litum. Ég varð mjög undrandi þegar ég sá hann fyrst, en þegar ég spila hann aftur núna þá sé ég að hann var ekki svo góður(eftir að ég sá brúnirnar á hlutunum á skjánum), en ég trúi því að þeir hafi ekki geta gert betur. Það er hægt að hafa tvo spilendur, og þegar maður spilar einn þá er það ekki neitt leiðinlegra. Þú getur valið milli 7 bardagamanna/kvenna, og tveir auka endakallar sem þú getur drepið þegar maður spilar hann einn, svo búðu þig undir að berja þá í klessu!!