Michael Jordan in Flight er körfuboltaleikur með svona smá “twist”. Sjónarhornin og hvernig þú stjórnar leikmanni þínum í þessum leik eru alveg einstök. Leikurinn er gerður í þrívídd, og á þeim tíma sem leikurinn var gerður, 1992, voru fáir leikir sem höfðu þessi gæði. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég hef spilað þar sem maður getur horft á brot úr alvöru leikjum, og eru þau gerð af sjálfum Michael Jordan!! Aftur á móti, vegna þessarar þrívíddarsjónarhorns, sem krefst mikillar vinnslu frá 66Mhz CPU (sem voru í þá daga þeir meðal þeirra bestu fáanlegu), eru leikmennirnir sjálfir illa gerðir og illa teiknaðir, og það er enginn bakgrunnur. Engir áhorfendur, engin salur, gjörsamlega ekkert – leikvöllurinn flýtur í svörtum tómarúmi. En ef þú reynir að horfa fram hjá þessum atriðum (sem tekur svolítinn tíma), er leikurinn ekki af verri endanum. Þú getur keppt á móti vinum þínum, en hámarkið eru 6 manns (3 á móti 3), en þetta er ágætt því annars myndi leikurinn vera of troðinn, sérstaklega með þessu sjónarhorni sem leikurinn hefur. Leikurinn er samt ekki mjög raunverulegur, og hann getur verið svolítið erfiður. Maður þarf að gefa sig smá tíma til að venjast honum, ekki gefast upp þó svo það sé smá frústrerandi í byrjun. Hinsvegar, þegar maður hefur náð taki á undirstöðuatriðunum getur leikurinn verið mjög skemmtilegur. Þú getur valið milli mismunandi lið og mismunandi leikmönnum (einn inn á og einn á bekkinn). Þegar þú spilar stakan leik þá geturðu valið þér andstæðing, en þegar þú tekur þátt í keppni þá spilarðu á móti handahófskenndum andstæðingum. Þreyta er líka eitthvað sem þú verður að passa þig á (leikmennirnir verða þreyttir náttúrulega), og þú verður að læra að biðja um leikhlé og að skipta leikmönnum inn eða út. Og þrátt fyrir nafnið á leiknum þarftu samt ekki að endilega að spila með Michael Jordan. Og eitt í lokin, maður getur orðið mjög háður þessum leik, ef þú ert þolinmóður og gefur þér tíma í hann, annars mæli ég með að þú sleppir þessum leik. En ég held samt að þú munt ekki sjá eftir því ef þú downloader leikinn og prófar hann!