Golden Axe var upprunalega arcade leikur gerður af Sega. Þessi PC útgáfa hefur lengdan söguþráð þar sem upprunalegan úrgáfan var svolítið stutt. Þó að einstaklingsspilun sé skemmtileg, mæli ég með fjölspilun (ekkert net, gamla leiðin, 2 manneskjur þjappaðar á eitt lyklaborð :)
Ásamt söguspilun, getur þú líka spilað í Einvígisspilun. Hérna þarftu að drepa nokkra óvini í hvert skipti. Þeir halda bara áfram að koma, og eftir því sem þú heldur lengur út, verða þeir sterkari. Þetta er mjög svalt, vegna þess að þú þarft ekki að spila alla söguna aftur, heldur frekar fengið óstöðvandi adrenalínkick samstundis.
Golden Axe er einn af þessum leikjum se, þú færð ekki leið á eftir að þú klárar hann aftur og aftur. Hann er einfaldur og liggur beint við. Þú færð að velja persónu (dvergur, kona, maður), hver hefur einstakt vopn, sérstakar bardagahreyfingar og töfra. (Sem líta mjög vel út)
Þú færð að berjast við hina illu dauðu sem vilja taka yfir heiminn. Hönnunin á hinum illu dauðu er mjög flott og þú munt sjá þá í öllum stærðum, allt frá þinni eigin stærð til risa sem fylla upp í allan skjáinn.
Ásamt venjulegu bardagahreyfingunum og göldrunum getur þú líka stjórnað drekum. Þú þarft fyrst að stela þessum dýrum frá óvininum, en þegar þú ert búinn að ná einum, þá mun þér líða eins og Hannibal. (Hann notaði aftur á móti Fíla, ekki Dreka)
Þessi leikur er sönn klassík í aksjón/bardaga tegundinni, og ættu allir sem elska hasarleiki að prófa þennan.
NB: Fyrir alla sem finnst þessi leikur of erfiður, þá getur maður gefið sér meira líf í „options“ valmyndinni.