Alveg eins og fyrri leikurinn, á er þessi kynningar-leikur fyrir RPG leiki. Þú hittir aftur fyrir þrjá bræður, Julian, Phillip og Kevin. Mesti munurinn á þessum og fyrri leiknum er grafíkin. Eins og þú sérð á myndunum þá notar leikurinn pixel grafík. Hönnuðirnir hafa fylgt öllum reglum sem snúa að pixel art og þeir gerðu stórkoslegt starf. Útkoman er frábær.
Eins og með alla RPG leiki byrjar þú inni í borg. Hér munt þú labba inn í hvert hús, stela öllu sem er ekki neglt niður og síðan selja í veðlánabúð. Fyrir peninginn getur þú keypt vopn og verjur. (Ég hef alltaf litið á RPG hetjur sem menn með stelsýki.. En öllum er sama. Kannski er það vegna þess að þau sáu þig slátra dreka með einu höggi af stríðshamri þínum. EF þú vilt stela koddunum þeirra, pottum og blómum, þá munu þau EKKI reyna að stöðva þig. Ég veit að ég myndi ekki...) Eftir að þú ert búinn að stela öllu, þá ferðu útfyrir borgarveggina, til að drepa Svartálfa, Orka, Tröll... og svo framvegis. Aðeins til þses að ræna þá, og skilja þá eftir rotnandi á jörðinni. Niiiice.
Leikurinn er einnig fullur af mini-verkefnum, svo þú skalt reyna að tala við alla sem þú mætir. Það gæti verið fögur dama sem þarfnast þriggja ungra manna til að bjarga henni, gæti verið óvættur sem þarf að drepa, eða epli sem þarf að tína... Sum verkefnin eru í bókum, svo þú skalt lesa þær. Þær gætu falið mikilvægar vísbendingar.
Leikurinn fær góða einkunn fyrir allar hliðar (nema kannski þá hlið að kenna góða mannasiði). Athugið að tónlistin og myndböndin hafa verið fjarlægð til að minnka leikin (og það er ekki neitt að leiknum). Hljóðin eru samt meira en nóg til að fá rétta andrúmsloftið í leiknum. Allir ættu að eiga þennan leik.