Fyrstu tveir Faery Tale Adventures leikirnir voru gerðir sem leiðbeiningar fyrir nýja og verðandi RPG spilara. Fyrstu tveir voru gerðir fyrir PC eftir að hafa notið gríðarlegra vinsælda á Amiga. Samt sem áður, eitthvað fór úrskeiðis við að endurskrifa forritið. Action-sláin gæti hoppað til annað slagið. Það er frekar pirrandi til að byrja með, en eftir að hafa spilað leikinn í svona 10 mínútur, gleymir að þetta sé að gerast.
Eins og ég sagði, leikurinn er ætlaður fyrir nýja RPG spilara. EN leikurinn býður uppá frábæra möguleika, og risastóran heim sem mun draga jafnvel hardcore spilara inn í leikinn. Þetta er nú einu sinni einn besti Amiga leikurinn sem hefur verið gerður fyrir PC.
Leikurinn hefur þrjá bræður; Julian, Phillip og Kevin sem er kastað í hverja förina á fætur annarri. Hver þeirra býr yfir einhverjum eiginleika sem hjálpa þér að komast yfir verkefnin sem þér eru falin. Vegna þess að þetta er gert sem leiðbeiningaleikur, er allt eins auðvelt og hægt er, sérstaklega stýringin. Þú leikur leikinn með bæði mús og lyklaborði. Til að ráðast á, heldur þú bara inni 0 (á numpad) eða hægri músarhnappi og færir þig í áttina sem þú vilt ráðast á. Sum ykkar gætu verið hrædd um að það sé alls engin áskorun í leiknum, en ég get fullvissað ykkur um að þetta sé ekki gönguferð í garðinum.Sum skrímslin er mjög erfitt að sigra, svo þú gætir lent í því að deyja. (Ef þú deyrð kemur lítill blár álfur og lætur þig lifna við, ekkert galdraseyði). Góð ábending er að skoða borgina Tambry vel, áður en þú ferð útfyrir borgarveggina.
Fyrsta verkefnið færðu frá borgarstjóranum í heimabæ Julians. Julian verður að finna gamlan verndargrip sem mun bjarga borginni frá öflum næturinnar.
Mæli með leiknum fyrir alla, vegna þess að allir verða að prufa hann til að trúa. Einnig mæli ég með honum fyrir alla sem hafa framhaldið, og vilja vita hvernig serían byrjaði. Síðan vil ég mæla með honum fyrir alla sem elska góða leiki!