Elite Plus er gamall og góður geimviðskipta leikur og er framhald af upprunalega Elite sem var framleiddur 1983. Miðað við svona gamlan leik getur þessi verið mjög flókinn og djúpur. Þú flýgur á milli pláneta til þess að kaupa og selja ýmsan varning eins og t.d. þræla og vopn.
Ég mundi gefa grafíkinni 4. Hún er ekki góð miðað við nútíma staðla en þessi gamaldags þrívíddar grafík var frábær miðað við tímann. Leikurinn er ennþá vel spilanlegur, jafnvel með fornri þrívíddargrafík.
Spilunin fengi 5 af því að hún býður upp á mikla skemmtun við hvað sem það er sem þú ert að gera, og það er mikið frelsi í leiknum. Aðal markmiðið er að verlsa með hluti á milli pláneta með því að kaupa ódýrt og selja dýrt og þú getur líka ráðist á önnur skip og tekið peningana þeirra.
Hljóðinu gæfi ég 3. Það kemur allt úr innbyggða hátalaranum og bardagahljóðin eru bara píp. Eina tónlistin er á aðalvalskjánum en það er klassísk lag og mjög vel gert.
Allt í all mundi ég gefa leiknum 4 þar sem spilunin er frábær og grafíkin er töff en það vantar upp á eitt: Leikurinn er nákvæmlega eins og gamli Elite. Engu hefur verið bætt við leikinn nema nýrra og þægilegra stjórnborði og nýrri grafík. Leikurinn fengi hærri einkunn ef hann hefði upp á eitthvað nýtt að bjóða, eins og að fara í skemmtilegar sendiferðir frá plánetunum.