Söguþráðurinn í Countdown gæti virðst venjulegur. Þú spilar Mason Powers, fyrrverandi CIA fulltrúa sem er fastur á hæli. Kennt um glæp sem þú framdir ekki, þú ert að bíða á dauðadeild. Hluti minnis þíns er skaddað, og þú þarft að sleppa til að sanna sakleysi þitt.
Leikurinn er týpískur ævintýraleikur. Þú notar bæði lyklaborð og mús til að hreyfa Mason. Þetta virðist frekar erfitt til að byrja með, en þú nærð að venjast því eftir að þú sleppur úr klefanum þínum. (Þú getur einnig notað Hotkeys fyrir skipanir. F1 er Skoða og svo framvegis). Til að vista leik þarftu að ýta á F(ile) takkann. Þetta er eitthvað sem þú ættir að gera oft, þar sem þú færð ekki annað tækifæri í leiknum. Ef þú næst, þá ertu drepinn, og leikurinn endar. Sumir gætu hugsað til Sierra og endalausra dauðdaga í leikjunum þeirra, en Countdown er öðruvísi. Það er alltaf einhver góð ástæða fyrir því að þú ættir að deyja. Grafíkin er ekki sú besta sem ég hef séð, í rauninni lítur þetta út eins og að persónurnar úr Jones in the Fast Lane hafi fengið ný störf og ný nöfn. Samt sem áður bætir leikurinn þetta upp með mjög góðu gameplay og söguþræði!
Eftir því sem þú kemst lengra í leikinn, mun minni þitt skríða til baka til þín... sem gerir söguna enn flóknari. Bráðum þarftu ekki bara að hreinsa nafn þitt, heldur stöðva hættu sem heimurinn er í. Auðvitað þarftu einnig að finna manninn sem er á bak við það allt.
Eins og nafn leiksins gefur til kynna, þá eru tímatakmörk. Þú verður að klára leikinn á innan við 96 klukkutímum. Svo hættu að lesa umfjöllunina, tíminn líður. Heimurinn þarfnast þín, Mason Powers.