Í þessum leik ertu sætur refur, að sjálfsögðu :-) Markmið þitt er að forðast hunda, vonda verkamenn, skrýtna hluti sem lemja þig og þesskonar verur. Þú getur barist á móti með því að henda hlutum á þá (þeim hlutum sem þú getur lyft). Þetta er einfalt, en skemmtilegt! Þetta er klassískur arcade: það er eins og að spila leik á leikjatölvu frekar en PC leik. Leikurinn virkar með næstum öllum CGA, EGA og VGA grafík-kortum, og býður uppá góða grafík. Eftir smá stund getur tónlistin orðið pirrandi, sérstaklega ef leikurinn notar venjulega PC hátalara fyrir spilun, þegar þú verður pirruð/pirraður geturu notað F3 takkan til að slökkva á hljóðinu. :) Það er auðvelt að stjórna leiknum: örvarnar og spacebar er allt sem þú þarft. Að nota heilann í þessum leik hægir bara á þér, svo þú skalt slökkva á honum ef það er mögulegt.