Frábærar hugmyndir er ekki bara hægt að framkvæma í hinum alvöru heimi, heldur geta þær einnig skapað sýndarveruleika frábærs tölvuleiks. Ég sé Escape from Delirium sem leik fullan af innblástri. Þó að leikurinn sé skapaður af aðeins tveimur mönnum, með hjálp nokkurra annarra, þá er hann jafningi ævintýraleikja frá LucasArts... og er oft talinn slíkur.
Í Escape from Delirium leikur þú fornleifafræðing, Paul Cole, sem verður vitni af glæp og verður þess vegna að mæta í rétt. Á leiðinni til réttarins, verður þú svo óheppinn að vera í flugvél sem er rænt, og það er sprengja í vélinni. Sem betur fer lifir þú þetta af og lendir í miðjum frumskógi. Ef þú heldur að verkefnið sé að komast þaðan og í réttinn, þá ertu bæði bókstaflega og í óeiginlegri merkingu í mílna fjarlægð. Í veruleikanum - eða sýndarveruleikanum í þessu tilviki - flakkaru um skóginn, slóðin skýrist, og þú leysir fléttuna. Þú lærir um örlög þín, vinnur að þeim, og þegar þú heldur að þú sért að fara að byrja á seinasta kaflanum, þá vinnur þú leikinn allt í einu.
Sagan gæti verið frekar léleg, en það er miklu meira en bætt með öðrum þáttum leiksins. Þarna er gæða grafík í anda LucasArts, með frábærum millisenum sem láta þig vilja spila meira. Fyrir þá sem vilja skoða nánar, þá er sjónauki í birgðum þínum, svo þú getur stækkað allt sem þér langar til.
Eitt af því sem leikurinn hefur upp á að bjóða sem gerir hann svo skemmtilegan er umlykjandi tónlistin. Að halla sér aftur með hljóðið í botni er alveg hreint frábært, tónlistin togar þig beint inn í andrúmsloftið. Sumir segja að það sé endurtekningarsamt erftir smá stund, en það eru venjulega spilarar sem eru fastir á sama staðnum í of langan tíma sem segja það.
Fyrir utan tónlistina, eru það húmorinn: sjúkur, kaldhæðnislegur og ófyrirleitinn. Samt sem áður, þú getur ekki komist hjá því að hlægja alla leið, og svo spila aftur bara til þess að hlægja aftur. Ekkert er mjög móðgandi eða særandi, en sumir kunna ekki að meta öll líkin sem eru þarna af engri sérstakri ástæðu, og eyðileggja svolítið brandarana í hvert skipti sem þú mætir þeim. En samt sem áður, brandararnir eru mjög fyndir, svo hvers vegna að kippa sér upp við það?
Þeir sem eru að leita að ævintýraleik sem snýst ekki bara um fléttuna ráðabrugg, eru bara að leita að bröndurum og áskorun, þá er Escape from Delirium leikurinn sem þeir eru að leita að.