4D Sports Boxing er ekki mjög fallegur leikur (í rauninni er hann nær því að vera ljótur) en maður venst því. Það er vegna sumra skemmtilegara og áhugaverðra eiginleika. Til að byrja með, maður getur búið til sinn eigin boxara. Það getur verið gaman, því að þeir eru svo hræðilega ljótir, að það er bráðskemmtilegt að búa til lágvaxin feitan boxara í bleikum nærbuxum :) En samt, ef þú vilt spila þennan leik af fullri alvöru, mun skapgerð hans vera mjög mikilvæg í seinni stigum leiksins. Annar skemmtilegur eiginleiki er að þú getur bætt hæfileika boxarans eftir hvern leik. Markmið leiksins er að verða meistarinn. Það er ekki auðvelt. Í fyrsta lagi, þú ert með lítinn tíma, og í öðru lagi, það er erfitt að vinna núverandi meistarann, jafnvel þó að þinn boxari sé fullkominn að öllu leyti. Bardaginn sjálfur er einnig mjög skemmtilegur. Það eru mörg mismunandi högg og samsett högg sem skaða andstæðinginn mis mikið, á sviðum eins og heilsu og úthaldi. Þú getur gert grín að andstæðingnum á marga mismunandi vegu ef þú vilt sýna að þú sért betri, eða þú getur farið heljarstökk meðan andstæðingurinn liggur rotaður á gólfinu. Já, já, þetta virðist grimmilegt, en það er staðreynd, þetta er skemmtilegt og setur sjarma á leikinn :) Nú ertu líklegast að velta því fyrir þér af hverju leikurinn fær 4 stig? Nú jæja, fyrst og fremst get ég ekki komist hjá þeirri staðreynd að boxararnir eru svo ótrúlega ljótir, og í öðru lagi, eru tímamörkin til að ná Nr.1 stöðu bara of stutt, svo þú getur ekki leyft þér að leika þér að lélegri boxurum, þú neyðist til að marséra beint upp á toppinn. En jæja, ætli það sé ekki eins og það gengur fyrir sig í alvöru box-heiminum. En samt, frábær leikur ef þú hefur gaman af því berja lífstóruna úr vinum þínum eða tölvunni, og fagna bæði á skjánum og í alvörunni :)