Callahan Crosstime Saloon er einn af einstökustu leikjum sem gerður hefur verið. Ef þú hefur spilað þennan leik áður, endilega downloadaðu honum strax. Ef þú hefur ekki heyrt af honum en elskar ævintýri og þrautir, þá skaltu líka downloada honum á stundinni.
Þú leikur Jake Stonebender, fastakúnni á Callahans Bar. Þar drekkiru sorgum þínum og leysir þrautir með öðrum mönnum, varúlfum, geimverum, vampírum, tímaflökkurum, stökkbrettum, talandi hudni... Já, þetta er undarlegt lið sem hangir á Callahans. Þessi leikur er byggður á bókum eftir Spider Robinson. Hugsaðu um Callahans sem brú milli Cheers og Star Trek Cantina. Þessar verur eru vinir þínir, og þegar þau eiga í erfiðleikur reynir þú að hjálpa þeim.
En það eru ekki aðeins vinir þínir sem eiga í erfiðleikum. Allur heimurinn á í erfiðleikum. Guðirnir hafa ákveðið að loka heiminum endanlega. Einhver verður að bjarga deginum, og það gæti allt eins verið þú. Verkefnið mun taka þig frá New York til Rómaníu, Manhattan, Brasilíu, útgeiminn, framtíðin, og að sjálfsögðu til Guðanna.
Hefur þú það sem þarf til þess að vera Jake Stonebender? Getur þú leikið á Guðina? Leyst allar gáturnar án hjálpar? Hefur þú hugrekkið, vitið og getuna sem þarf? Finndu út. Verkefnið er ekki einfalt, en hvort sem er... það er aldrei einfalt að bjarga heiminum.