Þetta er fugl! Þetta er flugvél! Þetta er….ah, jæja, já þetta er flugvél… en aðeins meira en það…Þetta er Skýja-Hákarl! Taita kemur hér með annan leik í endurgerð fyrir PC tölvur.
Í Skýja-Hákarli þá svífur þú um himininn í þinni eigin orrustuflugvél, sem er vopnuð óþrjótandi flugskeytum og nokkrum sprengjum. Þú getur sankað að þér orku-pökkum meðan þú flýgur til að auka skotkraft flugvélarinnar og bæta við sprengjum. Það er stjórnað með lyklaborði, stýripinna eða mús – ég spilaði bara með því að nota músina – og tveir geta spilað þennan leik saman með því að skiptast á við að spila.
Þú berst við stóran flota af mismunandi óvinaflugvélum, aðallega tvíþekjur, skriðdreka með byssuturnum, ásamt öðrum litlum óvæntum atvikum meðan á flugi stendur. Grafíkin er virkilegur skaði fyrir leikinn, en hafðu það í huga að hann var búinn til árið 1988. Það var ekkert hljóð sem ég heyrði þegar ég notaðist við VDMSound og DOSBox virkaði ekki með venjulegri uppsetningu.
Talandi um aldur þessa leiks þár er Skýja-Hákarlinn fremur síld en hákarl. Hann er lítill þegar honum er hlaðið niður, þannig að það gæti vel verið að þú vildir prufa hann í fimm mínútur, bara til þess að geta sagst hafa spilað hann. Annars, þá er ég með nýrri málningu sem þú myndir vilja horfa á þorna!