Hérna er Dink Smallwood, mjög góður RPG/ævintýraleikur. Hann var gerður af RTsoft árið 1999. Hann hefur góða grafík og tónlistin er alls ekki slæm. Annar jákvæður punktur er að ævintýrin eru fyllt af húmor.
Þú leikur Dink; ungan dreng sem býr með móður sinni. Leikurinn byrjar skömmu eftir dauða föður hans. Í byrjun þarft þú að gera nokkra smávægilega hluti og safna hnetum fyrir móðurina. Þegar þú kemur til baka, finnur þú húsið í ljósum logum og móður þína látna.
Og þannig byrjar för þín. Þú þarft að læra galdra, kaupa vopn, drekka alls konar mixtúrur, tala og í rauninni gera allt sem þú gerir í RPG leikjum. En ekki halda að þetta sé auðvelt. Þú ferð í gegnum alls konar staði, en það eru oft margir huldir þér. Í samtölum getur þú spurt mismunandi spurninga. Sumar þeirra hafa áhrif á leikinn, meðan aðrar eru bara til skemmtunar. Auðvitað muntu á vissu stigi muntu fá hærri stig í "attack" (árás), "defense" (vörn) eða "magic" (galdrar), fer eftir því hvað þú kýst að bæta.
Sum ykkar gætu spurt hver sé tilgangurinn í því að labba um og drepa án nokkurrar augljósrar ástæðu. Jæja, það er svolítið sem þú verður að gera. Í byrjun langar þig til þess að verða hetja og vinna Flamsop, og eftir að þú nærð því, þá verður þú að berjast við hinn illa Cast.
Þegar kemur að tæknilegu hliðinni, þá stoppar leikurinn oft og þú verður að komast út með því að nota Ctrl+Alt+Del. Þess vegna ættir þú að vista leikinn oft.
Prófaðu Dink, ég er viss um að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum.