Dear Abandonia visitors: Help us keep Abandonia free with a small donation. Abandonia is like an old gaming arcade with only original games. Abandonia helps you have fun four hours and years. If Abandonia is useful to you, please help us forget fundraising and get back to Abandonia.


When Abandonia was founded it was to collect and present all old games where the copyright protection had been abandoned, hence the term ’abandonware’ and the site name Abandonia.com. We are still keeping the site open and free and will appreciate your support to help it stay that way.

‐ Thank you from the Abandonia Team

We are trying to make it easy for people in every country to donate. Please let us know how we could make it easier for you.

Please give whatever you can to help us.

Amount: Currancy:

or
select language!
Icelandic
password:
not a member yet? register here! forgot your password? reset here!

Download Winter Games

Winter Games
 
Producer:
Publisher:
Year:
Keywords:
Size:
198 kb
Compability:

 

Download




Fyrst og fremst verð ég að vara þig við, að þú verður að hægja á þessum leik niður í 150-200 snúninga í DOSBox.

Þegar þú hefur gert það þá getur notið þess að spila Vetrarleikana í hlýjunni heima hjá þér og jafnvel boðið einhverjum vinum til þín til þess að keppa sex mismunandi greinum Vetrar-Ólympíuleikanna (þó svo að um sjö sé að ræða). Hver spilari fær að velja sér land til þess að keppa fyrir (val um 15 lönd) og svo geturðu valið um að keppa í öllum keppnisgreinum, sumum greinum, einni grein eða æft eina grein (nógu er það undarlegt, að hver valmöguleiki gefur þér kost á að framkvæma nákvæmlega það sem hann segist gera).

Fyrsta keppnisgreinin er æðisleg. Það sem þú þarft í rauninni að gera er að stökkva upp og framkvæma loftfimleika. Hver spilari hefur 3 tilraunir og allir eru dæmdir samkvæmt alþjóðlegum reglum dómara. Passaðu þig í lendingunni, annars gæti andlitið dottið af þér.

Önnur keppnisgreinin er í uppáhaldi hjá mér. Þar færðu að keppa í skíðaskotfimi. Eins og var með margar hlaupagreinar hér í gamla daga þá þurftirðu að slá með hraði frá vinstri til hægri í gríð og erg, en hér hins vegar skiptir það ekki máli heldur hversu vel þú nærð taktinum. Svo færðu að skjóta fjórum sinnum á skotmarkið. Þú þarft að ýta niður og upp til að hlaða byssuna og þá ertu tilbúinn að skjóta. Það er ekki hægt að miða heldur verðurðu að bíða eftir því að skotaugað sé staðsett á réttum stað.

Í þriðju keppnisgreininni þá verður þú að hlaupa enn á ný. Í þetta skiptið þá er það skautahlaup. Þú þarft að ná taktinum og vinna andstæðinginn. Þetta er eina keppnisgreinin þar sem hægt er að keppa við einhvern annan á sama tíma.

Því miður þá er fjórða keppnisgreinin ekkert skemmtileg. Það er listdans á skautum. Og það sem verra er, er að sjötta greinin er frjáls aðferð við skautadans. Eini mismunurinn er sá að þú hefur 1 mínútu til að klára listdansinn en 2 mínútur til að klára frjálsu aðferðina.

Fimmta greinin er skíðastökk. Þú þarft að stökkva af bríkinni og síðan verður þú að horfa á smáa gaurinn í hægra horninu uppi. Hann verður að vera afslappaður, í samsvörun við skíðin (í réttri líkamsstöðu) og hann verður svo að ná að lenda. Þú nærð tökum á þessu eftir nokkrar tilraunir. En þegar þú hefur náð að læra lendinguna, þá þarftu að komast upp á lag með lengri stökk. Þetta er virkileg áskörun en einnig mjög skemmtilegt.

Síðasta keppnisgreinin er sleðabrun. Það er ekki mikið sem þarf að útskýra hér. Það er ábyggilega ekki nær sem komist verður gagnvart adrenalín-veitandi keppnisgrein. Þú færð að stýra brunsleðanum niður brautina og þú verður að vera viss um að hann nái beygjunum rétt. Ef þú ferð of hratt, þá gætirðu dottið, og ef þú ferð of hægt þá taparðu tíma. Þetta er bara keyrsla sem verður að vera hárnákvæm.


advertisment

Reviewed by: Sebatianos / Screenshots by: Sebatianos / Uploaded by: Sebatianos / Translated by: CollectiveAB / share on facebook
 

User Reviews

If you like this game, you will also like

 
genre:
Sports
theme:
Arcade,
perspective:
Ninja Casino Games


Your Ad Here