Ég gæti farið að skrifa epískar sögur um hversu ávanabindandi þessi leikur er í rauninni, en ég býst við að auðveldasti hluturinn að gera væri fyrir þig að kaupa hann :) Ég veit, ég hata líka þá staðreynd að Apogee eru í alvörunni að reyna að græða pening á þessum gömlu titlum, en hey, þannig vinna stór fyrirtæki! Þeir eru bara að reyna að kreista eins mikinn pening úr leikjum sem hafa engann rétt til að vera seldir nú til dags. Samt sem áður, þar sem þetta svæði er frátekið fyrir umfjallanir, þá skal ég gefa þér nokkur ráð. Þú hefur nokkur dýr (panda, þvottabjörn, elgur, tígur, ljón, hákarl...) og þú velur eitt til að keppa sem. Það eru 3 flokkar af borðum, hver sem inniheldur um það bil tylft. Það eru yfir 30 borð, og treystu mér, það mun taka tíma áður en þú færð leið á einu einasta. Kappakstursmódelið er nokkuð einfalt. Bensíngjöf, bremsa, stýri og handbremsa eru einu þættirnir sem þú þarft að læra. Og að sjálfsögðu, þá er enginn leikur skemmtilegur án vopna, þannig að það eru broddgeltir, olíutankar og eldboltar sem þú hefur í hverju borði. Hljóðið er alveg stórfenglegt, grafíkin er líka frábær, tveir geta spilað í einu og síðast en ekki síst má líkja fíkninni við eina sem inniheldur sterk eiturlyf :)