Even More Incredible Machine er, nátturulega framhaldið af hinum víðfræga og vel þekkta Incredible Machine. Jafnvel þótt að hann hafi verið gefinn út 3 árum eftir upprunalega leiknum þá eru mjög litlar breytingar á leikspiluninni. Aðal valmyndin er eins og í upprunalega leiknum, og leikskjárinn er mjög svipaður. Þeir færðu þá bara frá vinstri til hægri. Eina leiðin til þess að sjá að þú ert að spila framhaldið er að það eru nýjir hlutir í leiknum. Þeir bættu við nýjum gaur sem heitir Mel, krókódíll, nagla og nýjum tegundum af boltum. Þú myndir segja að þeir ættu að vera orðnir framsæknari, ég meina að þeir hafa haft þrjú ár til þess að gera eitthvað glænýtt, en í staðinn þá notuðu þeir, endurvinnslu aðferðina til þess að græða skjótann gróða. Samt, er fullt af nýju dóti í leiknum til þess að halda þér föstum í leiknum. Ef þú hefur fýlað upprunalegu leikina og fundist þeir skemmtilegir þá er þessi leikur fyrir þig. En ef þér leiddist fyrsti leikurinn þá færði leið á þessum strax.