Ef þú ert undir 18 ára aldri, snúðu til baka núna! ( :bye: Unknown Hero..)
Takmarkið í þessum leik er tiltölulega einfalt: Þú átt að „skora“ með þrem mismunandi konum. Ekki á sama tíma (sorrý Kosta), heldur í gegnum gang leiksins. Þú byrjar á bar með 2500 dollara, en eins og allir menn vita, eru konur viðhaldsmiklar, og þetta reiðufé endist ekki lengi. Þú þarft því að vera slóttugur, reyna á heppnina við fjárhættuspil OG hugsa eins og hreinn sveinn eftir handfylli af Viagra (hvar er Tom þegar maður þarf hann ?!?).
Nokkrar grunnskipanir eru styttar í einn staf, td. til að fara austur (east), skrifarðu bara E, til að athuga hvaða hluti þú ert með (inventory), skrifarð bara I. Þetta er mjög gagnlegt og gefur þægilega spilun. Samt sem áður þarf restin af skipununum að vera mun nákvæmari, og í sumum tilvikum virka bara klúr orð. Sanngjarnt, þar sem flestir af okkur kunna þau. Það er bara gott að muna að „hrein“ orð virka ekki alltaf.
Þegar þú hefur spilað þennan leik í smástund ertu líklegur til að hugsa: „Hey, kannast ég ekki við þennan söguþráð..?“ Ef þú gerir það, lestu þá textaskránna sem er innifalin í niðurhalinu, og hún útskýrir allt. (Nei, það tengist ekki á nokkurn hátt ferð TheVoid til Rómar í vikunni...)
Þessi leikur er fyndinn, svolítið ótuktarlegur og kemur á óvart, allt í einu. En varaðu þig! Gamalt fólk (Já, þú Aaberg) ætti að passa sig, vegna þess að það er hættulegt að verða of æstur á of háum aldri.