Sixx er þrautaleikur í anda Brix, Mahjong og Pop Cap’s Noah’s Ark, sem er nýlegri, frá Epic. Spilunin er ekki flóknari en það að þú þarft að smella á tvær hellur sem bera sama merkið, t.d. skeifa, demantur, rjómaís o.s.frv. sem færir þær af borðinu. Hellur verða að hafa óhindraða slóð á milli sín, annað hvort í beinni línu eða í 90° horni.
Tónlistin er fín, grafíkin er nógu góð og spilunin virkar alveg. Ef þú fílar svona hugbrotsleiki þá eru alveg til verri leikir en SiXX, en það eru líka til betri. Ef þú vilt ekki borga fyrir Bejeweled þá er þetta leikurinn fyrir þig.