I wanna be a wizard!
Gleymdi Guybrush línunum sínum?
Neibb, þetta er Simon, lítill strákur sem þarf að bjarga gamla galdrakallinum Calypso sem var tekinn af vonda seiðskrattanum Sordid! Eftir smá galdra-sýningu (ein fyndnasta credit-senan, í rauninni) fellur Simon inn í milli-vídda ormaholu og sleppur frá flokki Goblina sem "buðu" honum í mat!
OK, nóg af forleik!
Þú byrjar í koti gamals manns (með fallegum safnhaugi í garðinum). Þetta er klassískur ævintýraleikur, svo þú þarft að safna hlutum. Þú þarft líka pening sem þú verður að stela af eldspúandi dreka (sem betur fer ertu í asbset-nærbuxunum þínum)! Þú þarft af breyta píndum drúída í körtu, þú þarft að berjast við norn sem svindlar, þú þarft að hjálpa við-ormum, kæta þunglyndan skógarhöggsmann, færa dvergum bjór, afvefja múmíu, bjarga dömu í neyð, éta slatta af mýrar-kássu (namminamm)... þú fattar. Oh, og í endann, þá færðu að berjast við vonda kallinn Sordid!
Ef þú festist... hverjum er ekki sama!!!
Oops, fyrigefðu... Þú getur alltaf leitað að lausn í hinum yndislega "Simon fyrir heimskingja" Walkthrough-inu, sem er í aukaefninu! En eitt ráð sem ég get gefið: taktu því rólega í mýrarkássunni. Ef þú borðar of mikið, þá þarftu auka dagblað með þér þegar þú ferð á klósettið þann næsta morgun!
Hrein Fimma!