Hér er annar leikur sem ég spilaði fyrst á Commodore 64. En það var seinna sem ég komst að því að þessi leikur var sá fyrst Pc tölvuleikurinn sem innihélt Sherlock Holmes. En í leiknum þá sér maður líka alvöru fólk frá þessum tímum (annað er Sherlock Holmes og nátturulega Watson) eins og Sir Arthur Conan Doyle.
Þú leikur Sherlock Holmes og ferðast þvert yfir hafið á lúxus gufubát. Með þér er Dr Watson, sem skráir niður ferðir þínar. Læknirinn gefur út sögur um þig með Doyle sem útgefandann (allvana í leiknum). Aðrar frægar manneskjur eru Arabíu Lawerence, Houdini,Marks, og fleiri.
Þegar maður leikur Sherlock Holmes þá þarf náttúrulega einhver að hafið framið hræðilegan glæp. Þetta er enginn undantekning, því að morð hefur átt sér stað umborð í skipinu. Sagan byrjar með því að þú ert vakinn upp af manni sem er í áhöfninni, sem vill að þú eltir hann. Þú finnur lík og leikurinn byrjar.
Ef þú horfir á skjáskotin þá segir þú tvímælalaust að grafíkin er hræðileg. Það er satt þessi leikur er aðeins með 4 liti(cga grafík), Þótt að þessi leikur er textabyggður, þá þar maður ekkert grafík. Þú skrifar bara skipanir og sérð hvað gerist.
Tölvan skilur ágætlega mikið af orðum, þótt að ég kýs C64 útgáfuna. Það er einn læknir sem myndir berja þig í klessu ef þú myndir skrifa eitthvað ógeðfellt eins og RAPE MRS RYAN.
Allir sem líka ekki við þennan leikja flokk þá sting ég upp á því að forðast að spila þennan leik, en fyrir mjög mikla skemmtun þá ættir þú að fara í gegnum þessa sögu. Ég lét walktrough fylgja með, en fyrir mikla skemmtun þá ættir þú að fara í gegnum þessa sögu og kanna skipið. Allir Ævintýramenn af gamla skólanum ætti að hafa mjög gaman af þessum leik.