Raptor er ágætlega algengur tvívíddar vísindaskáldskapartölvuleikur. Það sem gerir hann frábrugðinn hinum fjölmörgu öðrum svipuðum leikjum eru smáatriðin. Það er augljóst að Apogee hafa sett mikinn tíma og vinnu í þennan leik. Niðurstaðan er stórkostleg! Það er hraður, skemmtilegur, vel útlítandi leikur. Það er fullt af verkefnum, hvert einasta sérstakt á sinn hátt, hvert einasta með sinn einstaka "endakall" í endanum. Þú getur eytt bæði byggingum og öðrum flugfélum. Í hvert skipti sem þú grandar flugvél, eða heilli bylgju, þá skilja þau eftir sig pening sem þú getur svo tekið. Þú getur svo notað þennan pening til að uppfæra vélina þína eftir hvert einasta borð. Þetta er líka vel gert. Þú getur líka vistað og opnað verkefni á meðan þú ert í flugskýlinu. Hljóðið er mjög gott, engin vonbrigði hér heldur. Eini gallinn á þessum leik er að þessi gerð leikja var ofnotuð á þessum tíma, og fólk var farið að segja „Ekki aftur...“ áður en það prófaði leikinn einu sinni :) Ef þú ert aðdáandi svona leikja, þá verðurðu að spila Raptor! Slæmt að Apogee skuli ennþá vera að selja hann :/