Raiden



Einhversstaðar í framtíðinni ráðast geim-sjóræningjar á jörðina. Verkefni þitt, sem hugrakkur flugmaður, er að stöðva þá. Þetta hljómar kannski svolítið eins og spilakassaleikur sem var yfirfærður yfir á PC? Engin furða, þar sem það er rétt.

Þú þarft að rústa öllu sem birtist á skjánum. Það eru skriðdrekar, skip, þyrlur, ofuróvinir og fullt af viðbótum fyrir þotuna þína. Hvað annað þarftu fyrir svona skotleik? Alveg rétt, Tvímenningsspilun! Raiden hefur allavega þetta allt saman og er mjög skemmtilegur!

Til að byrja með hefurðu ekkert annað en litla byssu og nokkrar sprengjur. Með sprengjunum kemurðu í veg fyrir að óvinir geti skotið þig, í nokkrar sekúndur, og á meðan getur þú dundað þér við að rústa þeim án nokkurar áhættu. Fyrir aumari óvini er nóg að hitta þá einu sinni til að rústa þeim en hjá sumum þarftu fyrst að eyðileggja vopnin þeirra áður en þú getur klárað þá. Verkefnið verður frekar einfalt þegar þú ert kominn með þrefalda laser byssu með fjórföldum eldflaugum. Með því að rústa sérstökum farartækjum, skotfærageymlum eða eldsneytistönkum færðu fleiri stig, viðbætur og medalíur. Í endann á borðinu færðu svo auðvitað bónus. Til þess að klára borðin þarftu að drepa endakallinn –virkið –skipið eða hvað sem það er. Geymdu sprengjurnar fyrir þá til þess að auðvelda þér verkið.

Grafíkin er mjög fjölbreytt á milli þessara átta borða í leiknum. Þú flýgur yfir skóglendi, borgir, vötn og engi á meðan þú sprengir fullt af óvinum og skilur eftir þig slóð af drasli. Lóðrétta skrollið gegnur yfirleitt mjög mjúklega. Það hægist aðeins á því þegar það er mikið af óvinum og hraðar á sér þegar þú ert búinn að drepa þá. Notaðu DOSBox á u.þ.b. 2200 cycles svo að leikurinn verði ekki of hraður.

Hljóðið er... tja, ekkert til að tala um.

Þú getur valið um 3 erfiðleikastig en það breytir engu um fjölda óvina heldur bara hversu mörg credit þú hefur (til að geta haldið áfram eftir að þú deyrð). Raiden er fínn leikur fyrir smástund af hröðum hasar, svo lengi sem þú ert ekki að búast við aðal áskoruninni fyrir sérfræðinga um þessa tegund leikja. Vegna fjölspilunarmöguleikans og þeirra staðreyndar að mér finnst hljóðið ekki skipta svo miklu þá gef ég leiknum 4 stig.


Reviewed by: swiss Download Raiden | Abandonia

Dear Abandonia visitors: Help us keep Abandonia free with a small donation. Abandonia is like an old gaming arcade with only original games. Abandonia helps you have fun four hours and years. If Abandonia is useful to you, please help us forget fundraising and get back to Abandonia.


When Abandonia was founded it was to collect and present all old games where the copyright protection had been abandoned, hence the term ’abandonware’ and the site name Abandonia.com. We are still keeping the site open and free and will appreciate your support to help it stay that way.

‐ Thank you from the Abandonia Team

We are trying to make it easy for people in every country to donate. Please let us know how we could make it easier for you.

Please give whatever you can to help us.

Amount: Currancy:

or
select language!
Icelandic
password:
not a member yet? register here! forgot your password? reset here!

Download Raiden


User Reviews

If you like this game, you will also like

 
genre:
Hermar
theme:
perspective:
Ninja Casino Games


Your Ad Here