VGA endurgerðin af þessum fyrsta kafla úr Quest for Glory seríunni.
Quest for Glory leikirnir bjóða upp á frábæra blöndu af ævintýrum og hlutverkaleik í einum pakka. Ef þér finnst ævintýraleikir vera of ævintýralegir og hlutverkaleikir og hlutverkaleikjalegir, þá ættiru að prófa þennan. ;)
Þú kemur til borgarinnar Spielburg sem hefur nokkur alvarleg vandarmál að glíma við. Brigandar herja á litla bæinn og vont skrímsli leggur galdra þvers og kruss um landið. Þau þurfa hetju, og sem betur fer komstu rétt í tæka tíð. Bjargaðu börnum Barónsins, sigraðu vonda skrímslið og fáðu titilinn "Hetja Spielburg" svo allir munu muna þig sem mestu hetju allra tíma!
Þegar þú byrjar leikinn fyrst, getur þú valið hvort þú viljir vera Thief, Fighter eða Mage. Leikurinn spilast eftir því hvern þú velur. Aðal verkefnið er samt það sama. En það að ræna hús fógetans sem þjófur, er alveg frábært.
Gæðin eru yfirhöfuð mjög góð. Frábær grafík, góður söguþráður, fínn húmor og þarna deyrðu alla veganna þín vegna í bardaga, í staðinn fyrir að deyja dauða Sierra!
Spilaðu þennan, þú munt ekki sjá eftir því!