Operation Wolf er átti vafalaust sinn þátt í að skapa tölvuleikjasöguna og hefur haft mikil áhrif á leiki sem hafa komið á eftir honum. Leikurinn er einfaldur en er þrátt fyrir það mjög frægur spilakassaleikur. Hann öðlaðist sennilega frægð sína vegna þess að miðað við árið 1989, þegar leikir litu út eins og Pang og Digger o.s.frv. að þá leit hann einstaklega raunverulega út og gerðist í hinum raunverulega heimi. Umhverfið er ótrúlega vel teiknað sem og óvinirnir. Sagan er einföld. Þú ert einhver hermaður sem þarf að stúta vondu köllunum. Eftir annað hvert borð kemur einhverskonar endakall. Útbúnaður þinn skipast af byssukúlum og handsprengjum sem þú þarft að nota vitsamlega til að lifa af. Í ljósi þess að öll hreyfing í leiknum er sjálfvirk (þú hreyfist til hliðar eins og að þú værir í bíl á stöðugum hraða) þá þarftu bara að einbeita þér að því að skjóta óvinina. Það eru alls konar óvinir og farartæki sem koma úr öllum áttum þannig að þú þarft að fylgjast vel með. Af og til hlaupa hjúkrunarkonur, borgarar og skaðlaus dýr framhjá þér og færðu mínusstig fyrir að skjóta þau :) Og þá er það upptalið. Eins og ég minntist á að þá voru grafíkin og myndasenurnar í leiknum ótrúleg miðað við tímann, en ég heyrði hvorki hljóð í DOS né í DOSBox. Einn neikvæður punktur er lengdin á leiknum. Þú getur klárað hann frekar fljótt þar sem það eru aðeins 6 borð í honum (og geturðu séð síðasta borðið í skjáskoti 2). Einnig, ef þú deyrð þá byrjarðu upp á nýtt :( En eftir að hafa tekið saman góðu og slæmu punktana þá á Operation Wolf skilið 4 í einkunn. Prufaðu endilega!