Lotus The Ultimate Challenge hefur svolítið sem fær mig ennþá til að spila hann og þá sérstaklega í góðra vina hóp. Hann er hraður og skemmtilegur. Aksturinn er ekki raunverulegur (hreinlega of mjúkur), en það skiptir svosem ekki máli (hef séð verra og hef séð betra en ekkert sem ég hef séð jafnast á við þennan leik). Það eru 3 mismunandi bílar og 13 mismunandi brautir til að velja á milli, getur spilað hann í championship (keppni í gegnum allar brautirnar) eða Time Trial (tímataka), getur valið á milli bein- eða sjálfskiptingar, erfiðleikastig o.s.frv. Það er hægt að spila hann í tvímennings og skiptist skjárinn þá lárétt í tvennt. Þú getur stjórnað bílnum með (skiptu) lyklaborði, stýripinna, mús eða bara einhverju tvennu af þessum stjórntækjum – nefndu það bara :). Grafíkin er góð og er öll hönnun æðisleg! Svo geturðu líka valið hvernig tónlist þú vilt hlusta á á meðan þú keyrir. Rúsínan í pylsuendanum er svo það að þú getur stjórnað því í hvernig veðri þú ert að keyra, valið um yfirborð á veginum, hversu brattur hann er, hversu kræklóttur hann er og hvað það er mikið af hindrunum. Svo geturðu líka valið bakgrunn. Það er auðvelt fyrir byrjendur að læra á leikinn en það er erfitt að verða góður í honum þannig að þú gætir alveg eins orðið Lotus fíkill jafnvel þó svo að þú sérst bara að spila hann í fyrsta sinn.