Malcolm´s Revenge er þriðji leikurinn í Legend of Kyrandia seríunni en í þetta skipti leikurðu "illa hirðfíflið" Malcolm. En er Malcolm jafn illur og hann virðist í fyrsta leiknum? Í þessum sjáum við persónuna í miklu meiri dýpt og það sem við uppgötvum um hann er mjög fróðlegt. Hann er mjög misskilinn, en óþolinmóður, en hefur samt sína göfugu hlið. Og auðvitað, mjög fyndna líka. Hugsaðu þér Saruman (Lord of The Rings) hittir Grinch. Fyrir áhugamenn um mennskt eðlisfar, er þetta skemmtileg sálfræðileg ferð sem afhjúpar það sem gerir vonda strákinn í Kyrandia mjög mislyndan.
Spilarinn getur líka aðlagast skapi Malcolms fyrir hverja uppákomu með því að klikka á hið frumlega “mood meter”.
Grafíkin í þessum Kyrandia leik eru eftir sömu háu stöðlum og í hinum tveimur leikjunum, þar sem hver sena er sjónræn veisla. Plottið er mjög litskrúðugt, þar sem Malcom reynir að sanna að hann hafi ekki myrt fyrrverandi konung og drottningu Kyrandia. Í för Malcoms finnur hann sig bókstaflega í undirheimum jarðarinnar, sem er stjórnað af risavöxnum, enskumælandi fiski, og svo þarf hann meðal annars berjast gegnum frumskóg, stjórnaðum af köttum. Það verður allt frekar asnalegt með Malcolm, sem þjáist af auðmýkingu og vanvirðingu. Samt sem áður nær hann bera höfuðið hátt í endann þegar draugur Williams konungs fær að bera vitni gegn Malcolm.
Það sem ég elska við hönnun leiksins, er að þú getur klikkað á hvað sem er og fengið að sjá eitthvað um hlutinn. Stjórnun persónunnar er ekki klunnaleg. Þrautirnar, eru virkilega erfiðar, jafnvel þó þær séu heimskulegar og hálf hlægilegar. Ef þú getur unnið þig gegnum leikin án þess að nota walkthrough, gætir þú sótt um að verða hinn konunglegi dulspekingur Kyrandia. Ég frétti að það væri laus staða.
Þessi útgáfa sem er á Abandonia er cd rippað, sem þýðir að það eru enginn myndbönd, tónlist eða tal, það eru samt ennþá hljóð. Þegar á að seta upp leikin verður þú að velja hljóð kortið þitt til að heyra hljóðin (í sjálfgefnu(default) stillingunum eru enginn hljóð). Með hljóðkortið valið og kostinn að geta spilað leikin í Windows, þarftu að fara í “options” í leiknum (í vinstra horninu) lækkaðu í “speech volume” og settu “on” í “speech text”. Án þess að þetta er gert mun textinn vera alltof fljótur að hverfa til að ná að lesa hann.
Þegar ég reyndi að fara í leikinn, sagði dos-ið að það þurfi að seta disk í drif E. Samt sem áður, ef þú ýtir á F þá ætti þetta að hverfa.
Smá fróðleiksmoli: í Mars 1995 útgáfu af PC Gamer, var Malcom´s Revenge nefndur sem “Runner up” fyrir besta ævintýra leik ársins. (System Shock vann, en - hey! - hver man eftir System Shock núna?)