Ef ég myndi segja að Hand of Fate væri besti leikur sem hefur verið gerður væri ég eflaust að ljúga (miðavið frábæra leiki eins og Quest of Glory 1, Dragonsphere o.fl.). Þess vegna ætla ég að fullyrða að Hand of Fate er einn besti leikur sem hefur verið gerður. Þessi frábæri leikur er framhaldið af Legend of Kyrandia 1, og forveri Malcom´s Revenge. Mín skoðun er að HoF er besti leikurinn í seríuni, þótt ég hef aðeins spilað lítinn part í Legend of Kyrandia 1. En nóg um það, þar sem þetta er ritdómur um HoF, en ekki hina í seríuni.
Í þessum öðrum part af trílógíunni spilar þú hlutverk Zanthia, yngstu í röð spekingum á Kyrandia. Sagan er þannig: Kyrandia er smátt og smátt að hverfa (trén gufa upp rétt fyrir framan nefið á nefið á þér, og þannig). Eina lausninn til að bjarga landinu er að finna "The Anchorstone" (steinn sem ræður jafnvægi jarðarinna), staðsett í miðju jarðar.
Þú byrjar leikinn í kofanum þínum. Þar sem þú uppgötvar að öllum eigum þínum hefur verið stolið. Kofinn er allur í rústi og Zathia er orðinn mjög pirruð. Fyrstu tveir hlutir sem þú þarft að öðlast er pottur og uppskriftabók. Með þessum hlutum munt þú geta bruggað allskonar mixtúrur, sem þú þarf um gjörvallan leikinn. Það eru fjölmörg púsl , og eru mörg þeirra frekar erfið, og þarf að eyða nokkrum taugafrumum í þau :)
Samt sem áður eru púsl sem geta aðeins með reynslu og skyssum, aðeins útaf þú veist ekki hvað þú átt að gera. Þið eru öruglega að velta fyrir ykkur hvað er svona gott um þennan leik. Jæja, hvar ætti ég að byrja?
Grafíkin? meiriháttar! þarft aðeins að horfa á skjáskotin hérna til hægri, þau segja allt sem segja þarf. Það eru líka yndislegar hreyfimyndir. Leikur hefur líka stutta inngangs-mynd, sem lýsir vonlausri stöðunni mjög vel. Tónlistin er glæsileg, hljóðin eru mjög góð. Svo er leikurinn mjög skemmtilegur í spilun. Reyndar er grafíkin og fyndin samtöl einkennandi fyrir Westwood, svo ef þú hefur ekki spilað leik frá þeim, er þetta frábært tækifæri til að gera það. Ég er viss um að þú verður ekki vonsvikinn!
Einhverju sem ég er að gleyma? Oh já, hvað er þessi hönd að gera í titlinum? tja, höndinn hjálpar manni í sumum stöðum í leiknum. Reyndar hjálpar hún manni rétt í byrjuninni með því að segja þér hvar "acherstone-inn" er.
Loka hugleiðingar: Annar gimsteinn frá mínu uppáhalds tölvuleikja fyrirtæki, Westwood (áður en það var keypt af EA)
0muletzu kemur hérna með forvitnis part:
Soldið um leikinn: Legend of Kyrandia 2 notar Trulight tækni. Þetta varpar ljósi á eina senu með meiri bíómyndafíling, til að fá allt annan svip af þessari þriðju-heims mynd.
Soldið um fyrirtækið: Westwood, eitt af vinsælustu tölvuleikja fyrirtækjum á nítjánda áratugnum, var stofnað árið 1985, af Brett W. Sperry og Louis Castle. Þeirra "skrifstofa" var bílskúr í Las Vegas.