Þennan leik ætti ekki að þurfa að kynna. Þetta er framhaldið af hinum geysivinsæla Jazz Jackrabbit. Ef þú hefur ekki spilað þessa leiki eða jafnvel ekki heyrt um þá, þá hefur þú búið langt frá nokkurri siðmenningu. Jazz Jackrabbit er einn af best þekktu og mest elskuðu arcade-leikjum sem hefur verið gerður í gegnum leikjasöguna.
Hvað er það sem gerir Jazz Jackrabbit svo sérstakan?
Það er svo margt. Litrík grafíkin með frábærum smáatriðum. Raddirnar. Teikningarnar. Elskulegu persónurnar Jazz og Spaz (sem hafa hvor fyrir sig sérstaka eiginleika). Bráðfyndin skrímsli. Öll leyndarmálin í leiknum. Áhugaverð borða-hönnun... í stutu máli ALLT í leiknum, en sérstaklega tónlistin! Ef þú rekst á leik sem hefur betri tónlist en Jazz, vinsamlegast láttu mig vita. Um leið og þú byrjar leikinn, mun tónlistin draga þig inn í töfrandi heim Jazz Jackrabbit.
Það þarf ekki að segja meira. Í rauninni, þá held ég að enginn hafi náð að lesa alla umfjöllunina áður en hann hafi ýtt á "náðu í" takkann. ;)