Blóð! Fullt af blóði. Ég man varla eftir því að hafa spilað þenna gimstein fyrir mörgum árum en mig minnir að mér hafi ekki fundist hann neitt spes. En vá, ég hafði sko rangt fyrir mér. Þetta er fyrstu persónu “hack and slash” leikur sem spilast í þrívíddar umhverfi og var leikurinn gerður fyrir tíð hugtaksins “fyrstu persónu skotleikur”.
Hvað meinarðu með “Um hvað ertu eiginlega að tala?”
Isle Of The Dead! Það er sko það sem ég er að tala um. Isle Of The Dead virðist vera að hluta til hack and slash og að hluta til ævintýra leikur. Grafíkin er mjög góð fyrir svona gamlan leik ef þú getur horft fram hjá flötu yfirborðinu.
Eina vopnið sem ég hef fundið er sveðja sem er hentug til að skera sig í gegn um frumskóginn og mjúkt hold vanskapaðra uppvakninga. Aðrir hlutir eins og kókoshnetur, bananar og fyrstu hjálpar kassar hækka orkuna þína.
Tónlistin og hljóðið er líka gott og bæta spilanleika leiksins. Skepnurnar í leiknum eru nógu kurteisar til að láta þig vita með urrum og öskrum þegar þær nálgast þig.
Isle Of The Dead er stjórnað með mús til að hreyfa sig og líta í kring um sig en þú getur einnig notað örvatakkana eða stýripinna. ESC sýnir þér hvaða takka þú getur notað, T.D. “S” til að vista og “L” til að hlaða vistaðan leik.
Það gæti kostað hönd og legg – bókstaflega – en Isle Of The Dead er leikur sem þig ætti að dauðlanga til að prufa.