Einn af frægustu ævintýraleikjunum sem kom frá Lucas Arts. Ólíkt forverum hans, er þessi ekki byggður á kvikmynd. Sagan er samt sem áður mjög heillandi og myndi gera meira en verðugt framhald.
Sem Indiana Jones verður þú að bjarga „The Secret of Atlantis“ (Leyndarmál Atlantis) frá því að falla í rangar hendur - hendur Nasista - sérstaklega hendur Dr. Ubermann, kjarnorkuvísindamann Nasista. Þýskaland er ekki eð nógu mikið úraníum til að búa til kjarnorkusprengju, en myndi geta búið til ennþá meiri gjöreyðingarvopn ef þeir myndu uppgötva hinn öfluga málm frá Atlantis. Að komast á undan Nasistunum til Atlantis er aðalmarkmið þitt, og þú getur náð því með þrem mismunandi leiðum. vegna þess að leikurinn kemur að „krossgötum“ á einum stað. Hver leið er næstum því alveg nýr leikur!
Leikurinn notar venjulegt „benda-og-smella“ viðmót, sem hefur sannað að sig. Grafíska hönnunin var toppurinn á þessum tíma - fullt af litum, „raunvörulegt“ landslag og fallegar hreyfingar skreyta þetta meistaraverk.
Hljóðbrellurnar eru líka mjög góðar og tónlistin sekkur spilaranum inn í heim leiksins.
Það er mælt sterklega með þessum leik!