Klassískur skákleikur þarf ekki nema tvo liti (svartur og hvítur) og eru þeir ekki einu sinni taldir sem litir. En samt býður þessu leikur upp á grafík í fullum VGA gæðum sem láta leikinn líta frekar vel út. Þú hreyfir mennina með músinni þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að pikka inn hreyfingarnar á þeim.
Tölvustýrði andstæðingurinn er mjög góður (þetta er hátt því hvernig þú stillir gerfigreindina) en leikurinn er alls ekki auðveldur. Þannig að það er ákveðin ögrun í honum.
Þú getur sett upp stöður á borðinu þannig að þú getur pælt í leikjum. Þú getur líka vistað leikina þína eða skoðað þá.
Auðvitað geturðu svo valið á milli svartra eða hvítra manna og þú getur jafnvel spilað á móti annari manneskju (en ekki í gegn um netið, því miður).
Þannig að í raun og veru býður þessi leikur upp á allt sem skák leikur ætti að bjóða upp á. Þú getur jafnvel skipt á milli leikja og haldið áfram einhverntíman seinna eða prentað út leikina þína. Þú getur beðið tölvunna um að sýna rök fyrir sínum hreyfingum þannig að þú getur lært á það hvernig hún hugsar. Þannig getur þú í raun lært af tölvunni.
Allt í allt frábær leikur fyrir alla sanna skákunnendur. Algjörlega einn af þessum leikjum sem fólk verður að eiga!