- "Hello, I'm Joe King!"
- "Well stop it then!"
Þetta er uppáhalds partur minn í þessum frábæra ævintýraleik, sem gæti auðveldlega staðið jafnfætis hvaða LucasArts ævintýri sem er (og það segir mikið)!
Til að gera langa sögu stutta, þá hefur þú spillta dömu um borð á flugvélinni þinni, og þú brotlendir í miðjum Amazon regnskóginum. Meðan þú ert að leita að leið til að laga flugvélina sína, fer hún að skoða skóginn. Að sjálfsögðu þarft þú að fara á eftir henni, og þú kemst að því að hún er með þjóðflokki af Amazon-fólki, sem taka oft menn fangna og gera ónefnanlega hluti við þá (á sem óþægilegasta hátt mögulegan). Þess vegna eru tveir menn í örvæntingu sinni að reyna að komast aftur til búða sinna (síðast vildu þeir þá ekki, því þeir höfðu skrýtin útbrot á líkamspart sem er ekki við hæfi að nefna - núna). Það er einnig górilla í skóginum, en eftir nokkur löng heimspekileg samtöl við hana, þá fattar górillan að hún er á vitlausum stað, og hverfur af sjónarsviðinu.
Ég þarf ekki að nefna það, að ef þú klárar leikinn, þá færðu konuna aftur og verður hetja, því allir munu muna nafn þitt - JOE KING (joking).