Árið 1989 kom frá Titus Interactive, fólkinu sem færði okkur Crazy Cars, mjög skemmtilegur hasar og akstursleikur sem kallaðist Fire And Forget. Þetta er annar leikurinn í seríunni og var hann framleiddur 1990.
Sagan í leiknum er þannig að illur brjálæðingur og undirmenn hans eru að keyra í áttina að borginni þinni og ætla að sprengja hana með kjarnorkusprengju. Þetta þarft þú að koma í veg fyrir. Þú þarft að keyra í gegn um fimm borð fullum af skotárásum, stökkum, flugi og sjálfsmorðsróbotum að endakallinum til þess að geta stöðvað hann áður en hann nær til foringja síns. Í endanum á fimmta borði berstu svo við hinn illa brjálæðing í örvæntingafullri tilraun til að stöðva hann áður en hann sprengjir kjarnorkusprengjuna.
Eins og í flestum arcade leikjum er stigagjöf í þessum. Þú færð stig fyrir alla róbota og endakalla og eru stigin tekin saman eftir að þú hefur unnið eða tapað í einhverju borði. Þú notar örvatakkana til að gefa í, hægja á og til að beygja til hægri og vinstri. Svo notarðu ‘space’ til að skjóta úr byssunum á bílnum þínum.
Með tónlistina í leiknum, hún gæti alveg minnt mann á gömlu góðu pípin. Ég hef ekki heyrt nema þrjú lög í leiknum og voru þau alveg nógu góð til að fá mann til að stoppa og hlusta. Allavega fannst mér það. Eitt lag sem ég tók virkilega eftir er lagið sem er spilað eftir að þú hefur tapað leiknum.
Spilunin er frekar erfið. Þú átt örugglega eftir að deyja frekar oft í leiknum eftir að hafa klesst á sjálfsmorðsróbota.
Ég fílaði leikinn frekar vel og vona að þú gerir það líka. Ég gef honum 3 af því að mér finnst eins og að hann gæti haft meiri fjölbreytni á óvinum, vopnum og tónlist en þegar allt er tekið saman er þetta leikur sem fólk má ekki missa af. Ég býst við því að þér eigi eftir að líka hann vel.