Ég byrjaði að vorkenna egginu þegar skildi loksins nafnið hans. Allir þessir snúningar gerðu mig ringlaðan...
Þú er lokaður inn í helli þegar þú byrjar og markmið þitt er að vekja Daisy prinsessu sem er, auðvitað, sofandi í hæsta turninum á kastala. Þú verður að finna leið til hennar með því að leysa þrautir eins og að brenna niður hurðar og að vera tekinn í riddaratölu. Þetta er auðvitað ekkert vandamál fyrir egg! En vatn hins vegar...
Þegar ég byrjaði að spila leikinn bjóst ég við því að stærsta vandamálið væri að finna út hverjum ég ætti að gefa hvað o.s.frv. Seinna komst ég svo að því að þetta var miklu erfiðara út af því hvernig Dizzy hreyfir sig. T.d. þegar þú lendir úr stökki til hliðar þá rúllarðu yfirleitt aðeins þannig að stundum rúllarðu af því sem þú stökkst á. Þetta er ekki það eina því að á meðan þú ferðast fram og aftur um ána Styx geturðu dottið í vatnið og sóað lífum þannig sem er pirrandi.
Örvalyklarnir hreyfa Dizzy, örin upp er til að hoppa og ef þú hleypur til hliðar og hoppar þá hopparðu á ská, svo er ‘space’ (bil) eða ‘Enter’ til þess að taka upp hluti eða til að sjá hvaða hluti þú er með.
Ég mundi gefa þessum leik 3 út af þessum ástæðum: Hljóðið verður mjög truflað og hræðilegt ef hann er ekki keyrður í DOSBox, og leikurinn getur orðið mjög krefjandi út af því hversu mikið maður þarf að ferðast yfir vatni, þannig að þú nær ekkert að skoða þig almennilega um án þess að hætta á það að deyja og að tapa leiknum á einföldum stað. Mér fannst serían mjög frumleg en einnig mjög pirrandi út af því stjórnuninni og út af þeirri ástæðu að þú getur ekki vistað. Þar af leiðandi geta ein mistök eins og að detta ofan í vatn verið mjög pirrandi af því að það getur kostað þig svo mikið.
Ég vona að þið njótið leiksins eins mikið og ég gerði þegar ég spilaði <i>Dizzy</i> leik; ég mæli með því að þið spilið leikinn í DOSBox af því að ég naut þess miklu betur, sérstaklega út af tónlistinni.